Heiðursviðurkenningar TSÍ

Reglugerð um heiðursviðurkenningar TSÍ

1.grein
Stjórn og varastjórn TSÍ er heimilt að heiðra forystumenn eða tennisspilara, þegar ástæða þykir til, en þó má ekki veita sama manninum nema einu sinni hverja gráðu.

2.grein
Heiðursviðurkenningar TSÍ skiptast í eftirfarandi flokka:
a) Heiðursmerki TSÍ
b) Afreksmerki TSÍ

3.grein
Heiðursmerki TSÍ má sæma þann sem unnið hefur tennisíþróttinni langvarandi og þýðingarmikil störf í áratug eða lengur.

4.grein
Afreksmerki TSÍ má sæma þann tennisspilara sem sýnir yfirburðarárangur á mótum hérlendis og vinnur mikil afrek á alþjóðlegum tennismótum.

5.grein
Tillaga um veitingu viðurkenningar TSÍ skal lögð fram skriflega á stjórnarfundi TSÍ.

6.grein
Til þess að veita heiðursviðurkenningu TSÍ þarf samþykki ¾ stjórnar og varastjórnar TSÍ.

7.grein
Halda skal skrá yfir allar heiðursviðurkenningar TSÍ og skulu þær skráðar á heimasíðu TSÍ.

Samþykkt á stjórnarfundi 12.11. 2009