Jóla-Bikarmót TSÍ 2019!

Jóla-Bikarmót TSÍ 19.-22. desember og 27.-30. desember

Tennishöllin í Kópavogi

Barna- og unglingaflokkar (19.-22. desember) og ITN, öðlinga,  byrjendaflokkar & tvíliðaleikur (27.-30. desember)

Mini Tennis verður laugardagiann, 21.desember
Keppt verður í Mini Tennis, U10, U12, U14, U16, U18, ITN, +30, +40 og byrjendur Í einliðaleik og U14, U18, ITN og 30+ í tvíliðaleik.
Öll börn í mini tennis og U10 fá þátttöku verðlaun.
Mótsgjöld – 2.000 kr (tvíliða/mann), 2.500 kr. (Mini Tennis), 3.000 kr. (barna- og unglingaflokkar), 4.000 kr. (ITN, öðlingar og byrjendaflokka)

Vinsamlegast athugið að hægt er að keppa að hámarki í tveimur einliðaleiksflokkum og tveimur tvíliðaleiksflokkum í barna- og unglingaflokka (19.-22. desember) og tveimur einliðaleiksflokkum og tveimur tvíliðaleiksflokkum í meistara-, byrjenda og öðlingaflokkum (27.-30. desember).
Vinsamlega athuga að leikmenn sem eru skráður í fleiri en einn einliða / tvíliðaflokk gætu þurft að keppa í fleiri en 2 leikjum á dag. Flokkar gætu verið sameinaðir ef þurfa þykir.

Skráningu fyrir barna- og unglingaflokka lýkur sunnudaginn, 15. desember kl. 18:00 og mótskrá verður svo birt á tennissamband.is þriðjudaginn, 17. desember.

Skráningu fyrir ITN, öðlinga og byrjendaflokka lýkur fimmtudaginn, 19. desember kl. 18:00 og mótskrá verður birt á tennissamband.is laugardaginn, 21. desember.

 

19. desember kl. 18:00 fyrir aðra flokka.

Lokahóf verður í framhaldi af síðasta leik mótsins í Tennishöllinni, 30. desember, kl. 18.
Mótstjórar – Grímur s.659-9474 (ITN, öðlinga og byrjenda flokkar) &  Rafn Kumar  s.616-7502 (Barna- og unglingar)

Stundvísi reglur
Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímanlega fyrir leiki sína. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
16 mínútum of seint = tapar leiknum
Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og hita upp með því að skokka, sippa, teygja eða slá á móti vegg við útivellina. Upphitunartími fyrir hvern leik er 5 mínútur.