Ársþing Tennissambands Íslands 2019

Ársþing Tennissambands Íslands verður haldið þriðjudaginn 7. maí í E sal ÍSÍ í Laugardalnum á 3. hæð kl. 18:30. Dagskráin verður sett inn á heimasíðu sambandsins fljótlega.

Tennisþingið fer með æðsta vald í málefnum TSÍ. Þingið sitja fulltrúar frá þeim aðilum sem mynda TSÍ. Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir tölu virkra iðkenda í tennis, þannig að fyrir allt að 25 menn koma 2 fulltrúar og síðan 2 fyrir hverja 25, eða brot úr 25 upp í allt að 100 iðkendum, og þá 1 fulltrúi að auki fyrir hverja 50 iðkendur þar fram yfir.

Málefni, sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn TSÍ minnst 21 degi fyrir þingið. Þá skal stjórn TSÍ tilkynna sambandsaðilum dagskrá þingsins ásamt tillögum og lagabreytingum sem borist hafa skriflega í síðasta lagi 14 dögum fyrir þing

kveðja

Stjórn TSÍ