Tennisdeild Víkings – Egill Sigurðsson, Tennismaður ársins 2017

Tennisdeild Víkings hefur valið Egill Sigurðsson sem tennismann ársins 2017.

Egill átti frábært tennisár, en hann æfir og keppir mestan hluta af árinu í Barcelona, Spáni. Hann keppti í átta ITF atvinnumótum í ár – fimm á Spáni og þrem í Zimbabve. Hann vann góðan sigur á móti Jatin Dahiya, sem var nr. 1.200 í heimi á atvinnumóti í Zimbabve og er að keppa reglulega á móti andstæðingum á heimslistanum. Í apríl var hann valin í karlalandsliðið sem keppti á Sozopov, Bulgariu. Þar átti Ísland besta Davis Cup sigur frá upphafi, þegar þeir unnu Moldóvíu sem var þá nr. 62 á heimslistanum, 2-1 og keppti Egill sínu fyrstu Davis Cup leiki á móti Makedoníu og Moldóvíu í tvíliðaleik.

Egill hefur sýnt gríðarlega mikla framför undanfarna 12 mánaði og náði sínum besta árangri í meistaraflokki karla á Íslandsmóti utanhúss í ágúst og lenti í 3. sæti í einliða og vann svo tvíliða ásamt Einari Eiríkssyni.

Egill mun taka þátt í Meistaramóti tennissambandsins milli jól og nýárs uppá sæti í landslið fyrir 2018.