Ísland á FedCup 2017

Íslenska liðið keppti fyrst við Írland.
Anna Soffía keppti við mjög sterka stelpu, Sophia Derivan. Anna Soffía átti ekki góðan leik þar sem stelpan bókstaflega hamraði öllum boltum inn og vann öll stig nánast. Leikurinn fór 6-0 6-2.
Hera keppti við Jennifer Timotin. Hún var líka frekar sterk en átti það til að klúðra mjög mikið. Heru gekk því frekar vel og átti fínan leik á móti henni og var leikurinn frekar jafn þegar á heildina er litið. Leikurinn  fór 6-3 7-6 (7-3 tiebreak).
Hera og Anna Soffía kepptu síðan tvíliðaleik á móti Ruth Copas og Jane Fennelly. Lítið hægt að segja um það er okkar stelpum gekk bara alls ekki vel og náðu engan veginn að komast inn í leikinn. Leikurinn fór 6-2 6-2.
Næst keppti íslenska liðið við Kýpur.
Hera var meidd og frekar slöpp þannig að ákveðið var að láta Sofiu spila.
Sofia keppti við Maria Siopacha. Hún er mjög sterkur spilari sem heldur öllu gangandi og inni og sigrar mjög örugglega. En Sofia stóð sig mjög vel í sínum fyrsta leik á Fed Cup og voru mörg mjög flott stig og hún var inni í lang flestum lotunum leikurinn var mun jafnari en staðan segir til um! Leikurinn fór samt 6-0 6-1.
Anna Soffía keppti við Eliza Omirou. Eliza var með yfirhöndina allan tímann en Anna barðist mjög vel og átti mörg mjög fín stig. Leikurinn fór 6-0 6-1.
Hera og Sofia kepptu síðan tvíliðaleikinn. Kýpur stelpurnar eru einstaklega góðar í tvíliða þannig  að íslenska liðið átti mjög erfitt með að koma sér inn í þann leik. Líka í fyrsta skipti sem Ísland leikur við Kýpur. En Hera og Sofia náðu samt sem áður vel saman og áttu marga mjög fína bolta og flott stig. Leikurinn fór 6-0 6-0.
Síðasta landið sem við kepptum í okkar riðli við var Kenya.
Mjög sárt að Ísland tapaði fyrir þeim þar sem við höfðum alla burði til þess vinna.
Anna Soffía keppti við Sneha Kotecha. Anna Soffía var vel inni í fyrsta settinu en tapaði því síðan. Átti erfitt með að koma til baka í seinna settinu. Leikurinn fór 6-4 6-0.
Hera keppti við Shufaa Changawa Ruwa. Hún átti erfitt með að koma sér í gang þar og halda áfram þegar vel gekk. Leikurinn var mjög jafn og fín stig. Leikurinn fór 6-4 3-6 6-3.
Tvíliða leikinn spiluðu Hera og Anna Soffía saman á móti Katarina Karanja og Judith Nkatha. Hann gekk mjög vel. Náðum að keyra þetta áfram og spila alvöru tvíliðaleik. Leikurinn fór 6-2 6-2. Fyrsti leikurinn sem við unnum á þessu móti.
Landið sem við kepptum við í umspili var Mozambique. Þar unnum við alla okkar leiki. Hera var orðin mjög slæm líkamlega, var meidd nánast alls staðar og keppti því ekki.
Sofia keppti við Claudia Sumaia. Sofia spilaði mjög vel og gerði allt sem hún þurfti til að klára þennan leik hratt og örugglega. Leikurinn fór 6-1 6-0.
Anna Soffía keppti við Marieta De Lyubov Nhamitambo. Anna Soffía var lengi í gang í byrjun og var fyrsta settið því mjög jafnt og gekk hægt fyrir sig. Síðan tókst Önnu að klára leikinn frekar örugglega og stóð sig vel um leið og hún var komin í gang! Leikurinn fór 5-7 6-3 6-2.
Selma og Sofia kepptu síðan tvíliðaleikinn á móti Marieta De Lyubov Nhamitambo og Ilga Adolfo Joao. Þær voru líka mjög lengi í gang og fyrsta settið gekk frekar brösulega hjá þeim en tókst að lokum. Í öðru setti náðu stelpurnar frá Mozambique að rífa sig í gang og Selma og Sofia kannski aðeins of slakar og gerðu mikið af mistökum. En þær náðu samt að koma til baka og áttu mörg mjög flott stig og góða bolta og voru svona yfir heildina litið með leikinn í sínum höndum.