Sara Lind og Rafn Kumar sigra Stórmót Víkings í tennis

Þau Sara Lind Þorkelsdóttir, Víkingi og Rafn Kumar Bonifacius, HMR, stóðu uppi sem sigurvegarar Stórmóts Víkings 22. júní 2017 á Víkings tennisvöllunum í Fossvogi.

Sara Lind lagði Rán Christer, TFK, 7-5, 6-4 í hörku leik sem tók  rúmlega 1,5 klukkustundir.  Sara byrjaði með miklum krafti og var yfir 4-0 eftir 15 mínutur áður en Rán náði að fækka mistökum og spilað af talsvert meira öryggi og náði að jafnað leikinn 4-4.    Staðan var svo 5-5 þegar Sara náði að vinna langa lotu og kláraði settið 7-5.    Seinna settið byrjaði vel fyrir Söru og var hún komin yfir 3-0 áður en þær skiptust á að vinna sitt hvora lotuna og vann Sara Lind 7-5, 6-4.

Í úrslitaleik karla, vann Rafn Kumar fóður sinn Raj K. Bonifacius, Víkingi, 6-4, 6-2.   Leikurinn var mjög jafn í fyrsta setti en Raj gerði allt of mörg mistök í seinna settinu.

Í úrslitaleik í tvíliðaleik voru þær Inga Lind Karlsdóttir og Rut Steinsen sem unnu alla.   Þær unnu Kristín Dana Husted og Hanna Jóna í spennandi úrslitaleik, 6-3, 3-6, 10-8.

Næstu mót á dagskrá eru Miðnæturmót Víkngs sem hefst á þriðjudaginn, 27.júní kl. 18 og hægt að skrá sig á www.tennis.is