Fyrri helming 14 ára og yngri Þróunarmótsins í Tyrklandi lokið

Opnunarhátíð Þróunarmótsins

Opnunarhátíð Þróunarmótsins

Brynjar Sanne Engilbertsson, Tómas Andri Ólafsson og Sofia Sóley Jónasdóttir eru öll stödd í Antalya, Tyrklandi þar sem þau taka þátt í 14 ára og yngri Þróunarmótaröð Tennis Europe. Um er að ræða mót þar sem 32 keppendum frá hinum svokölluðu þróunarlöndum í tennis er boðið að taka þátt. Keppnin samanstendur af tveimur mótum, þar sem keppt er um öll sæti í báðum mótunum

Fyrra mótinu lauk síðastliðin sunnudag og náðu Íslendingarnir að knýja fram tvo sigra af 12 leikjum gegn sterkum andstæðingum.

Eftirfarandi eru öll úrslit íslensku keppendanna:
ATH. Tölur í sviga bakvið nöfn keppenda er „ranking“ viðkomandi leikmanns í U14 flokk í Evrópu.
Brynjar Sanne Engilbertsson (28.sæti)
Tap vs Orhan Gur Umur(119), Tyrkland 6-0 6-0
Tap vs Budimir Tomanovic (210), Svartfjallaland 6-1 6-0
Tap vs Tamerlan Azizov, Aserbadsjan 6-4 6-1

Tómas Andri Ólafsson (26.sæti)
Tap vs Aleksa Krivokapic (146), Svartfjallaland 6-1 6-0
Tap vs Arda Azkara (228), Tyrkland 6-0 6-1
Tap vs Hovhannes Madanyan (514), Armenía 6-2 6-3
Sigur vs Diell Mehmedi, Kósóvó 3-6, 6-2 6-3

Brynjar og Tómas einbeittir í tvíliðaleik

Brynjar og Tómas einbeittir í tvíliðaleik


Sofia Sóley Jónasdóttir (26.sæti)
Tap vs Jana Ognjanovska (106), Makedónía 6-0 6-3
Tap vs Lya Salukvadze (570), Georgía 6-1 6-3
Sigur vs Jora Bitri, Albanía 6-0 6-1
Tap vs Evelina Martirosyan, Armenía 6-1 6-2

Tvíliðaleikur:
Brynjar Sanne Englibertsson og Tómas Andri Ólafsson
Tap vs. Gjorgji Jankulovski(30) & Vedran Radonjanin(210), Makedónía 6-1 6-0

Sofia Sóley Jónasdóttir spilaði ekki tvíliðaleik í fyrsta mótinu vegna oddatölu á leikmönnum.

Seinna mótið byrjaði svo strax mánudaginn 14.mars.