BÝR KRAFTUR Í ÞÉR?

Smáþjóðaleikarnir þarfnast framlag sjálfboðaliða. Vilt þú taka þátt sem sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík dagana 1.-6. júní 2015. Hefur þú áhuga á að kynnast jákvæðu fólki í skemmtilegu umhverfi, fylgjast með besta íþróttafólki Evrópu og jafnvel sjá ný íþróttamet slegin?

Smáþjóðaleikarnir eru einstakur viðburður í íslenskri íþróttasögu og því hvetur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands alla sem hafa áhuga á að taka þátt í leikunum að skrá sig á heimasíðunni www.iceland2015.is eða hér.

Á Smáþjóðaleikunum eru fjölbreytt verkefni sem reyna á mismunandi hæfileika og kunnáttu fyrir alla sjálfboðaliða 18 ára og eldri. Sjálfboðaliðar fá til eigna glæsilegan fatapakka sem ÍSÍ veitir frá ZO·ON. Upplýsingar um fatnað sjálfboðaliða er á heimasíðunni http://www.iceland2015.is/islenska/natturulegur-kraftur/sjalfbodalidar/fatnadur-sjalfbodalida/ eða hér.

Til að lýsa betur hvað felst í Smáþjóðaleikum hefur verið gefið út fréttabréf. Þú getur séð fréttabréfið á heimasíðu Smáþjóðaleikanna www.iceland2015.is eða hér.

Skráningin felst í tveimur skrefum. Fyrra skrefið er að skrá grunnupplýsingar en í síðara skrefinu eru skráðar ítarlegri upplýsingar. Eftir að þú hefur skráð grunnupplýsingar færð þú sendann tölvupóst með hlekk til að ljúka seinna skrefinu. Til þess að skráningin þín sé fullgild þarf að ljúka við seinna skrefið með því að fara inná hlekkinn og skrá umbeðnar upplýsingar. Það er betra að vera tímalega í að skrá sig sem sjálfboðaliða þar sem rafrænni skráningu lýkur 21. febrúar.

Lukkudýr Smáþjóðaleikana hefur verið kynnt. Lukkudýrið ber sterk einkenni íslenskrar náttúru og þann náttúrulega kraft sem einkennir land og þjóð. Sjáið teiknimyndasögu um fæðingu lukkudýrsins, http://www.iceland2015.is/islenska/natturulegur-kraftur/lukkudyrid/ eða hér.

Allar upplýsingar um Smáþjóðaleikana 2015 er að finna á:

Heimasíðu Smáþjóðaleika 2015, www.iceland2015.is.
Fésbókarsíðu Smáþjóðaleika 2015, www.facebook.com/gsse2015.