Fyrsti fundur í fyrirlestrarröð fræðslunefndar TSÍ haldinn n.k. fimmtudag

Tennissamband Íslands mun verða með þá nýbreytni í vetur að vera með fyrirlestrarröð á vegum fræðslunefndar TSÍ.

Fyrsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 21.október kl 20:30 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, sal C á þriðju hæð.

Arnar Sigurðsson margfaldur Íslandsmeistari og fyrrverandi atvinnumaður í tennis og Jón Axel Jónsson landsliðsmaður til margra ára og tennisþjálfari með hæstu þjálfunargráðu í tennis munu flytja sitthvort erindið og síðan verða umræður.

Dagskrá
1. Að ná árangri í tennis – Arnar Sigurðsson
2. Umræður
3. Þróun forhandarinnar – Jón Axel Jónsson
4. Umræður

Allir tennisáhugamenn eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Léttar veitingar í boði.