Reglur fyrir hjólastólatennis

Hjólastólatennis fylgir almennum tennisreglum með eftirfarandi undantekningum:

  1. Boltinn má koma tvisvar í jörðu, og í fyrra skiptið verður hann að lenda inna vallar.
  2. Bæði afturhjól stólsins verða að vera fyrir aftan endalínu í uppgjöf.
  3. Hjólastóllinn er hluti af búnaði leikmannsins.
    1. Leikmaður tapar stigi ef bolti í hrinu snertir hann eða eitthvað af búnaði hans annað en spaðann sem hann heldur á. Leikmaður tapar stiginu hvort sem hann er staddur innan eða utan vallar þegar boltinn kemur við hann.
    2. Leikmaður tapar stigi ef bolti frá uppgjöf snertir hann eða eitthvað af búnaði hans annað en spaðann sem hann heldur á. Það er röng uppgjöf ef boltinn frá uppgjöf lendir á meðspilara leikmannsins sem gefur upp.
    3. Framhjól stólsins mega vera hvar sem er svo framarlega sem afturhjólin eru fyrir aftan endalínu og réttum megin við stubbinn.