Landslið

Sofia Sóley í undanúrslit í tvíliðaleik í 14 ára og yngri Þróunarmótinu

19.3.2016

Brynjar Sanne Engilbertsson, Tómas Andri Ólafsson og Sofia Sóley Jónasdóttir eru öll stödd í Antalya, Tyrklandi þar sem þau taka þátt í 14 ára og yngri Þróunarmótaröð Tennis Europe. Um er að ræða mót þar sem 32 keppendum frá hinum svokölluðu þróunarlöndum í tennis er boðið að taka þátt. Keppnin samanstendur af tveimur mótum, þar sem […]

Lesa meira »

Fyrri helming 14 ára og yngri Þróunarmótsins í Tyrklandi lokið

16.3.2016

Brynjar Sanne Engilbertsson, Tómas Andri Ólafsson og Sofia Sóley Jónasdóttir eru öll stödd í Antalya, Tyrklandi þar sem þau taka þátt í 14 ára og yngri Þróunarmótaröð Tennis Europe. Um er að ræða mót þar sem 32 keppendum frá hinum svokölluðu þróunarlöndum í tennis er boðið að taka þátt. Keppnin samanstendur af tveimur mótum, þar […]

Lesa meira »

Frábær sigur gegn Albaníu – Ísland endaði í 13.sæti

5.3.2016

Ísland lauk þátttöku í Davis Cup með glæsilegum sigri gegn Albaníu í dag. Ísland sigraði örugglega 3-0. Rafn Kumar Bonifacius spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti leikmanni númer 4 hjá Albaníu, Mario Zili. Rafn Kumar sigraði auðveldlega 6-1 og 6-0. Birkir Gunnarsson spilaði á móti leikmanni númer 2 hjá Albaníu, Flavio Dece. Birkir sigraði örugglega […]

Lesa meira »

Tap á móti Andorra

4.3.2016

Ísland keppti á móti Andorra í dag og tapaði 2-1. Rafn Kumar Bonifacius spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti Eric Cervos Noguer sem spilar númer 3 fyrir Andorra. Rafn Kumar spilaði vel og sigraði 6-2 og 6-4. Birkir Gunnarsson spilaði á móti Laurent Recouderc, sem sigraði Smáþjóðaleikana sem haldnir voru á Íslandi síðasta sumar, og […]

Lesa meira »

Ísland tapaði 2-1 á móti Svartfjallalandi

3.3.2016

Ísland spilaði á móti Svartfjallalandi í dag á Davis Cup í Eistlandi. Svartfjallaland sigraði Andorra naumlega 2-1 í gær. Rafn Kumar Bonifacius spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti Rrezart Cungu sem spilar númer 2 fyrir Svartfjallaland. Rafn Kumar spilaði vel og sigraði 6-4 og 6-4. Birkir Gunnarsson spilaði á móti Ljubomir Celebic sem er […]

Lesa meira »

Ísland tapaði 2-1 gegn gríðarsterku liði Kýpur – frábær sigur í tvíliða

2.3.2016

Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Davis Cup í Eistlandi í dag. Þeir mættu gríðarsterku liði Kýpur sem er talið vera þriðja sterkasta liðið á mótinu og skipar m.a. atvinnumanninum Marcos Baghdatis sem er númer 39 í heiminum í dag en hefur hæst náð að vera númer 8 í heiminum. Rafn Kumar Bonifacius spilaði fyrsta […]

Lesa meira »

Ísland í riðli með Andorra, Kýpur og Svartfjallalandi

1.3.2016

Davis Cup hefst í dag í Eistlandi. Azerbaijan dró lið sitt úr keppninni og eru því 15 þjóðir sem taka þátt í stað 16. Keppt verður í þremur fjögurra liða riðlum og einum þriggja liða. Dregið var í riðla í dag og lenti Ísland í riðli C ásamt Andorra, Kýpur og Svartfjallalandi. Hinir riðlarnir eru: […]

Lesa meira »

Karlalandsliðið farið út til Eistlands á Davis Cup

29.2.2016

Karlalandsliðið er komið til Tallinn í Eistlandi þar sem það keppir á Davis Cup í 3.deild Evrópuriðils en þetta er sjöunda árið í röð sem Ísland keppir í þeim riðli. Jafnframt er þetta tuttugasta árið í röð sem Ísland tekur þátt í Davis Cup. Liðið er skipað fjórum leikmönnum sem hafa allir keppt áður á […]

Lesa meira »

Landsliðið hefur lokið keppni á Ólympíuleikum Evrópuæskunnar

30.7.2015

Unglingalandsliðið hefur lokið keppni á Ólympíuleikum Evrópuæskunnar sem haldnir eru í Tbilisi, Georgíu. Landsliðið keppti bæði í einliða- og tvíliðaleik á mótinu. Daníel Bjartur Siddall keppti  við pólverjann Daniel Rafal Michalski sem er númer 6 í 16 ára og yngri í Evrópu. Daníel veitti pólverjanum harða keppni en viðureignin endaði 6-2, 6-2 fyrir Daniel Rafal. Hekla María […]

Lesa meira »

Unglingalandsliðið á leið á Ólympíuleika Evrópuæskunnar

22.7.2015

Íslenski landsliðshópurinn sem er á leið á Ólympíuleika Evrópuæskunnar er kominn til Stokkhólms í Svíþjóð þar sem þau eru í æfingabúðum fyrir keppnina. Næstkomandi laugardag flýgur liðið áleiðis til Tbilis í Georgíu þar sem Ólympíuleikar Evrópuæskunnar eru haldnir. Keppt er bæði í einliða- og tvíliðaleik í þar sem fjórir fulltrúar frá hverju landi í Evrópu eru […]

Lesa meira »

Ísland endaði í 11.-12.sæti á Davis Cup

18.7.2015

Ísland lauk þátttöku sinni í dag á Davis Cup með því að spila við Liechtenstein um 9.-12.sætið. Leiknum lauk 2-1 Liechtenstein í vil. Birkir Gunnarsson sem spilar númer 4  fyrir Ísland spilaði fyrsta einliðaleikinn á móti Glan-Carlo Besimo sem spilar númer 2 fyrir Liechtenstein. Birkir sigraði örugglega 6-2 og 6-0. Í seinni einliðaleiknum spilaði Rafn […]

Lesa meira »

Frábær 3-0 sigur gegn Albaníu

17.7.2015

Íslensku strákarnir spiluðu mjög vel í dag á Davis Cup og sigruðu Albaníu örugglega 3-0. Birkir Gunnarsson sem spilar númer 4 fyrir Ísland fór fyrir sínu liði og náði góðum sigri í fyrri einliðaleiknum á móti Genajd Shypheja sem spilar númer 3 fyrir Albaníu. Birkir sigraði 6-4 og 7-5. Í seinni einliðaleiknum spilaði Rafn Kumar Bonifacius […]

Lesa meira »