Fed Cup

Ísland á FedCup 2017

28.7.2017

Íslenska liðið keppti fyrst við Írland. Anna Soffía keppti við mjög sterka stelpu, Sophia Derivan. Anna Soffía átti ekki góðan leik þar sem stelpan bókstaflega hamraði öllum boltum inn og vann öll stig nánast. Leikurinn fór 6-0 6-2. Hera keppti við Jennifer Timotin. Hún var líka frekar sterk en átti það til að klúðra mjög […]

Lesa meira »

Lið Íslands: FED CUP 2017

16.5.2017

Stjórn Tennissambands Íslands staðfestir hér með þátttakendur í eftirfarandi verkefni: Verkefni: FED CUP 2017 Dagsetning: 9.-17. júní 2017 Staðsetning: Chisnau, Moldavía Tennisspilarar: Hera Björk Brynjarsdóttir, Anna Soffía Grönholm, Sofia Sóley Jónasdóttir, Selma Dagmar Óskarsdóttir Liðsstjóri: Hera Björk Brynjarsdóttir Fararstjóri: Soumia Islami Georgsdóttir   Í viðhengi má finna reglur og leiðbeiningar vegna verkefna á vegum TSÍ: Verkefni […]

Lesa meira »

Ísland endaði í 15.-16.sæti – Hera Björk með sinn fyrsta sigur á Fed Cup

16.4.2016

Ísland spilaði sinn síðasta leik á Fed Cup á móti Kósóvó í dag og tapaði 2-1. Anna Soffia Grönholm spilaði fyrri einliðaleikinn fyrir Ísland gegn leikmanni númer 4 hjá Kósóvó, Arlinda Rushuti. Þrátt fyrir að spila númer 4 í liðinu var hún langbest hjá Kósóvó og spilaði mjög vel. Anna Soffia tapaði leiknum 6-0 og […]

Lesa meira »

Tap gegn Makedóníu í síðasta leik riðilsins

15.4.2016

Íslensku stelpurnar töpuðu í dag gegn geysisterku liði Makedóníu sem stendur uppi sem sigurvegari í B riðli og mun keppa gegn Noregi á morgun um hver fer upp um deild. Anna Soffia Grönholm spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti leikmanni númer 4 hjá Makedóníu, Elenu Jankulovska. Anna Soffia tapaði 6-0 og 6-1. Hera Björk […]

Lesa meira »

Armensku stelpurnar voru of sterkar fyrir þær íslensku

13.4.2016

Ísland spilaði annan leik sinn í riðlinum á móti Armeníu í dag og tapaði 3-0. Armenska liðið var einfaldlega of sterkt fyrir Ísland sem fann ekki alveg taktinn í dag. Þá átti armenska stelpan Ani Amiraghyn, sem er númer 603 í heiminum, mjög öflugan dag bæði í einliða- og tvíliðaleik. Anna Soffia Grönholm spilaði fyrsta leikinn fyrir […]

Lesa meira »

Tap gegn sterku liði Írlands í fyrsta leik

12.4.2016

Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Fed Cup í dag í Svartfjallalandi á móti geysisterku liði Írlands sem er talið næst sterkasta liðið á mótinu. Stelpurnar stóðu sig mjög vel á móti þeim og létu þær hafa fyrir hlutunum þrátt fyrir 3-0 ósigur. Anna Soffia Grönholm spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti leikmanni númer […]

Lesa meira »

Ísland í riðli með Írlandi, Armeníu og Makedóníu

10.4.2016

Fed Cup hefst á morgun í Svartfjallalandi. Sautján þjóðir  taka þátt og er keppt er í þremur fjögurra liða riðlum og einum fimma liða riðli. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir fara upp í 2.deild sameinaðar deildar Evrópu og Afríku. Dregið var í riðla í dag og lenti Ísland í riðli B […]

Lesa meira »

Íslenska kvennalandsliðið farið út til Svartfjallalands á Fed Cup

8.4.2016

Íslenska kvennalandsliðið fór út til Svartfjallalands í nótt en þær munu keppa á Fed Cup sem hefst á mánudaginn. Ísland keppir í 3.deild Evrópu/Afríku riðils en það hefur alltaf spilað í þeirri deild. Þetta er í tólfta skiptið sem Ísland sendir lið á Fed Cup en það tók fyrst þátt árið 1996. Íslenska landsliðið er […]

Lesa meira »

Tap gegn Namibíu í síðasta leik

17.4.2015

Ísland spilaði sinn síðasta leik á Fed Cup á móti Namibíu í dag og tapaði 3-0. Anna Soffia Grönholm spilaði fyrri einliðaleikinn fyrir Ísland gegn leikmanni númer 2 hjá Namibíu, Liniques Theron. Anna Soffia tapaði fyrra settinu 6-1 en byrjaði seinna settið af miklum krafti og var komin í 4-1 en missti það svo niður og […]

Lesa meira »

Litháensku stelpurnar voru of sterkar fyrir þær íslensku

16.4.2015

Ísland spilaði seinni leik sinn í riðlinum í dag á móti Litháen og tapaði 3-0. Litháen er talið sterkasta liðið á mótinu og ljóst fyrir leik að þær yrðu erfiðar viðureignar en þrjár af fjórum leikmönnum Litháens eru á heimslistanum. Hera Björk Brynjarsdóttir sem spilar númer 3 fyrir Ísland keppti á móti leikmanni númer 2,Akvile […]

Lesa meira »

Tap í fyrsta leik á móti Kýpur

14.4.2015

Ísland spilaði sinn fyrsta leik í dag á móti Kýpur á Fed Cup og tapaði 3-0. Anna Soffia Grönholm sem spilar númer 4 fyrir Ísland spilaði fyrsta leikinn á móti Mariu Siopacha sem spilar númer 2 fyrir Kýpur. Anna Soffia laut í lægra haldi 6-0 og 6-0. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir sem spilar númer 2 fyrir […]

Lesa meira »

Ísland í riðli með Litháen og Kýpur á Fed Cup

13.4.2015

Fed Cup hefst á morgun í Svartfjallalandi. Keppt er í þremur þriggja liða riðlum og einum fjögurra liða riðlum. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir fara upp í 2.deild sameinaðar deildar Evrópu og Afríku. Dregið var í riðla í dag og lenti Ísland í riðli A með Litháen og Kýpur. Ísland hefði […]

Lesa meira »