Davis Cup

Ísland er komið í topp 100 í Davis Cup!

13.4.2017

“Strákarnir okkar” stóðu sig vel í Davis Cup og komust þeir upp um heil 17 sæti og er Ísland nú í 99. sæti listans. Ísland tók fyrst þátt í Davis Cup 1996 og leikur nú í G3 deildinni í Evrópu (Europe Zone Group III). Leikir Íslands á Davis Cup að þessu sinni voru spilaðir 5.-8. […]

Lesa meira »

Frábær dagur á Davis Cup!

7.4.2017

Strákarnir okkar spiluðu sína fyrstu leiki í dag á Davis Cup í bænum Sozopol í Bulgaríu. Óhætt er að segja að þeir hafi átt góðan dag þar sem Ísland náði sínum besta árangri hingað til með 2-1 sigri gegn Moldóvu en Moldóva er númer 62 á heimslistanum og er næst sterkasta liðið á blaði í […]

Lesa meira »

Lið Íslands á Davis Cup 2017 staðfest!

7.2.2017

Stjórn Tennissambands Íslands staðfestir hér með þátttakendur í eftirfarandi verkefni:   Verkefni: Davis Cup Dagsetning: 3. april 2017 Staðsetning: Sozopol, Bulgaria Tennis spilarar: Rafn Kumar Bonifacius, Birkir Gunnarsson, Vladimir Ristic, Egill Sigurðsson Liðstjóri/Fararstjóri: Birkir Gunnarsson   Í viðhengi má finna reglur og leiðbeiningar vegna verkefna á vegum TSÍ. Ný lög ÍSÍ um lyfjamál tóku gildi […]

Lesa meira »

Frábær sigur gegn Albaníu – Ísland endaði í 13.sæti

5.3.2016

Ísland lauk þátttöku í Davis Cup með glæsilegum sigri gegn Albaníu í dag. Ísland sigraði örugglega 3-0. Rafn Kumar Bonifacius spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti leikmanni númer 4 hjá Albaníu, Mario Zili. Rafn Kumar sigraði auðveldlega 6-1 og 6-0. Birkir Gunnarsson spilaði á móti leikmanni númer 2 hjá Albaníu, Flavio Dece. Birkir sigraði örugglega […]

Lesa meira »

Tap á móti Andorra

4.3.2016

Ísland keppti á móti Andorra í dag og tapaði 2-1. Rafn Kumar Bonifacius spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti Eric Cervos Noguer sem spilar númer 3 fyrir Andorra. Rafn Kumar spilaði vel og sigraði 6-2 og 6-4. Birkir Gunnarsson spilaði á móti Laurent Recouderc, sem sigraði Smáþjóðaleikana sem haldnir voru á Íslandi síðasta sumar, og […]

Lesa meira »

Ísland tapaði 2-1 á móti Svartfjallalandi

3.3.2016

Ísland spilaði á móti Svartfjallalandi í dag á Davis Cup í Eistlandi. Svartfjallaland sigraði Andorra naumlega 2-1 í gær. Rafn Kumar Bonifacius spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti Rrezart Cungu sem spilar númer 2 fyrir Svartfjallaland. Rafn Kumar spilaði vel og sigraði 6-4 og 6-4. Birkir Gunnarsson spilaði á móti Ljubomir Celebic sem er […]

Lesa meira »

Ísland tapaði 2-1 gegn gríðarsterku liði Kýpur – frábær sigur í tvíliða

2.3.2016

Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Davis Cup í Eistlandi í dag. Þeir mættu gríðarsterku liði Kýpur sem er talið vera þriðja sterkasta liðið á mótinu og skipar m.a. atvinnumanninum Marcos Baghdatis sem er númer 39 í heiminum í dag en hefur hæst náð að vera númer 8 í heiminum. Rafn Kumar Bonifacius spilaði fyrsta […]

Lesa meira »

Ísland í riðli með Andorra, Kýpur og Svartfjallalandi

1.3.2016

Davis Cup hefst í dag í Eistlandi. Azerbaijan dró lið sitt úr keppninni og eru því 15 þjóðir sem taka þátt í stað 16. Keppt verður í þremur fjögurra liða riðlum og einum þriggja liða. Dregið var í riðla í dag og lenti Ísland í riðli C ásamt Andorra, Kýpur og Svartfjallalandi. Hinir riðlarnir eru: […]

Lesa meira »

Karlalandsliðið farið út til Eistlands á Davis Cup

29.2.2016

Karlalandsliðið er komið til Tallinn í Eistlandi þar sem það keppir á Davis Cup í 3.deild Evrópuriðils en þetta er sjöunda árið í röð sem Ísland keppir í þeim riðli. Jafnframt er þetta tuttugasta árið í röð sem Ísland tekur þátt í Davis Cup. Liðið er skipað fjórum leikmönnum sem hafa allir keppt áður á […]

Lesa meira »

Ísland endaði í 11.-12.sæti á Davis Cup

18.7.2015

Ísland lauk þátttöku sinni í dag á Davis Cup með því að spila við Liechtenstein um 9.-12.sætið. Leiknum lauk 2-1 Liechtenstein í vil. Birkir Gunnarsson sem spilar númer 4  fyrir Ísland spilaði fyrsta einliðaleikinn á móti Glan-Carlo Besimo sem spilar númer 2 fyrir Liechtenstein. Birkir sigraði örugglega 6-2 og 6-0. Í seinni einliðaleiknum spilaði Rafn […]

Lesa meira »

Frábær 3-0 sigur gegn Albaníu

17.7.2015

Íslensku strákarnir spiluðu mjög vel í dag á Davis Cup og sigruðu Albaníu örugglega 3-0. Birkir Gunnarsson sem spilar númer 4 fyrir Ísland fór fyrir sínu liði og náði góðum sigri í fyrri einliðaleiknum á móti Genajd Shypheja sem spilar númer 3 fyrir Albaníu. Birkir sigraði 6-4 og 7-5. Í seinni einliðaleiknum spilaði Rafn Kumar Bonifacius […]

Lesa meira »

Tap á móti gríðarsterku liði Georgíu

16.7.2015

Ísland spilaði annan leik sinn í riðlinum á móti Georgíu á Davis Cup í dag. Georgía er talið fjórða sterkasta liðið í riðlinum og var of öflugt fyrir íslenska liðið sem laut í lægra haldi 3-0. Birkir Gunnarsson, sem spilar númer 4 fyrir Ísland spilaði fyrsta einliðaleikinn á móti Giorgi Javakhishvilli sem spilar númer 4 […]

Lesa meira »