Ólafur Helgi hampaði sínum fyrsta ITN titl­i!

Ólafur Helgi Jónsson, Fjölni, vann sitt fyrsta ITN tennismót þegar hann lagði Ömer Daglar Tanrikulu, Víking, í úrslitaleik TSÍ – ITF ITN mótinu á Víkingsvöllum í gær. Fyrsta settið var mjög jafnt og náði Daglar að innsigla síðustu loturnar og vann 6-4 eftir einn klukkutíma. Ólafur Helgi byrjaði svo annað settið mun betur, leiddi 4-1 og vann svo 6-3. Úrslitasettið byrjaði mjög jafnt, 2-2 í lotum og átti Daglar tvö tækifæri til að taka 3-2 forskot. En Ólafur Helgi var þrautseigur og náði að vinna lotuna og næstu þrjár og tókst þannig að vinna settið og leikinn, 6-2.
Í leiknum um þriðja sæti hafði Oscar Mauricio Uscategui, Hafna-og Mjúkboltafélaginu, betur gegn Rúrik Vatnarssyni, Víkingi, 6-3, 6-4.