Fed Cup 2019 gegn Alsír

Íslenska kvennalandsliðið spilaði síðasta leikinn sinn á Fed Cup 2019 gegn Alsír síðastliðinn laugardag. Þær töpuðu viðureigninni 2-0. Tvíliðaleikurinn var ekki spilaður þar sem um var að ræða síðasta keppnisdag og lið höfðu samþykkt að sleppa honum nema staðan yrði 1-1.
Anna Soffía Grönholm spilaði nr. 2 fyrir Ísland gegn Ines Bekrar. Þetta var hörkuleikur en því miður tókst Önnu ekki að nýta sénsana sem hún fékk til að klára fyrsta settið og tapaði settinu 7-6 og svo seinna settinu 6-3. Þetta var mjög sveiflukenndur leikur en á endanum voru það tvífeilarnir ásamt aðeins of mörgum “unforced errors” sem komu í veg fyrir sigur í þessum leik.
Íris Staub spilaði svo nr. 1 fyrir Ísland gegn Yassamine Boudjadi frá Alsír. Leikurinn var í raun miklu jafnari en staðan segir og hreint út sagt ótrúlegt að sú Alsírska hafi unnið leikinn 6-0 6-1 miðað við hversu jafnar allar loturnar voru.
Ónotaðir varamenn voru þær Selma Dagmar Óskarsdóttir og Ingibjörg Anna Hjartardóttir.

Þar með lauk Þátttöku íslenska liðsins á Fed Cup 2019. Ísland endaði í 8.sæti af 9 liðum.