Tennishöllin stækkuð!

Sunnudaginn 6. maí 2018 kl. 16 verður formlega hafist handa við stækkun Tennishallarinnar í Kópavogi.

Af því tilefni koma þau Theódóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og taka skóflustungu ásamt tveimur ungum tennisspilurum úr Tennisfélagi Kópavogs.

Í dag eru þrír tennisvellir inni í höllinni og eru þeir einu vellirnir á Íslandi sem hægt er að nota allt árið. Við stækkun Tennishallarinnar bætast við tveir tennisvellir auk tveggja valla fyrir paddle-tennis sem hefur ekki verið stundað hér á landi áður.

Þetta verður langþráður og spennandi áfangi og gríðarlega mikilvægur fyrir vöxt íþróttarinnar hér á landi.

Tennissambandið óskar Tennishöllinni og Jónasi Páli Björnssyni framkvæmdastjóra til hamingju með framtakið .