Íslandsmótið í Rússa!

10. mars kl. 20:15

Íslandsmótið í tennisleiknum Rússa fer fram laugardagskvöldið 10. mars 2018 kl. 20:15. Keppt verður í tvíliðaleiksrússa og er hægt að skrá sig með meðspilara. Mótsstjórn getur einnig útvegað mönnum meðspilara. Keppt verður í þremur flokkum. Í Meistaraflokki, Í B flokki (meðalmenn og unglingar) og í byrjendaflokki (fullorðnir og börn og unglingar). Mótsstjórn raðar mönnum í flokk eftir huglægu og ekki endilega réttu mati á getu þeirra.

Skráning: senda nafn og símanúmer á andri@tennishollin.is (og meðspilara) eða skrá sig á skráningarblaði uppí Tennishöll.

Reglur: Þeir sem eru meistarar lengst, miðað við tímatöku, þeir sigra.

Innifalið í mótsgjaldi eru léttar veitingar og drykkur.

Verð er 4.000 kr á mann og 3.000 kr fyrir 16 ára og yngri.