Íslenskir unglingar keppa á Mouratoglou Nice 2017

Hluti af íslenska unglingalandsliðinu í tennis kepptu á alþjóðlegu móti Ten-Pro Global Juinior Tour í Nice í Frakklandi í Morotoglou Tennis Academy dagana 28.október – 4.nóvember.

Krakkarnir Brynjar Sanne úr BH, Björgvin Atli Júlíusson úr Víking, Tómas Andri Ólafsson úr TFG og Sofia Soley Jónasdóttir úr TFK kepptu um átta leiki hver og fengu mikla keppnisæfingu. Krakkarnir stóðu sig öll vel og unnu öll leiki en Sofia Sóley Jónasdóttir náði bestum árangri og varð í öðru sæti í sínum aldursflokki.

Alls kepptu yfir 400 krakkar á mótinu frá 57 löndum og var gaman að sjá hversu vel íslensku krakkarnir stóðu sig.