Úrslit: Bikarmót

Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og mjúkboltafélagi Reykjavíkur vann bikar­mótið í einliðal­eik karla í tenn­is í dag en leikið var í Tenn­is­höll­inni í Kópa­vogi. Hann hafði bet­ur gegn Vla­dimir Ristic í tveim­ur sett­um en í kvenna­flokki vann Hera Björk Brynj­ars­dótt­ir úr Fjölni.

Rafn er tvö­fald­ur Íslands­meist­ari í tenn­is en hann sýndi það og sannaði að hann er besti spil­ar­inn í karla­flokki í dag með því að vinna bikar­mótið. Hann hafði bet­ur gegn Vla­dimir Ristic í tveim­ur sett­um en fyrra sett­inu lauk með 6:4 sigri Rafns og það síðara 6:3.

Ant­on Magnús­son úr TFK og Eg­ill Sig­urðsson úr Vík­ing spiluðu um þriðja sætið en þeir æfa og keppa báðir á Spáni en ákváðu að fljúga heim til þess að taka þátt í mót­inu. Ant­on vann eft­ir þrjú sett en hann tapaði fyrsta sett­inu 2:6 áður en hann kláraði hin tvö 6:0 og 6:2.

Hera Björk Brynj­ars­dótt­ir vann bikar­mótið í kvenna­flokki. Hún er einnig Íslands­meist­ari í tenn­is en hún vann Önnu Soffíu Grön­holm ör­ugg­lega 6:4 og 6:1. Sofia Sól­ey Jón­as­dótt­ir tók bronsið en hún vann Rán Christer 6:2 og 6:4. Báðar leika fyr­ir TFK.