Íslandsmót innanhúss 21.-25.apríl 2016

Íslandsmót innanhúss 2016 verður haldið 21.-25.apríl næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • “Mini Tennis” í 10 ára & 12 ára flokkum
  • Barna- og unglingaflokkar 10, 12, 14, 16, 18 ára og yngri. Einliða- og tvíliðaleikur
  • Meistaraflokkur karla og kvenna. Einliða-, tvíliða- og tvenndarleikur
  • Öðlingaflokkar 30, 40, 50 og 60 ára og eldri. Einliða- og tvíliðaleikur

Athugið að flokkar verða sameinaðir ef þurfa þykir.

Vinsamlegast athugið að hámarks þáttaka eru (3) einliðaleiksflokkar og (2) tvíliða-tvenndarflokkar.

Skráningu lýkur mánudaginn, 18.apríl kl. 18:00.

Mótskrá verður svo birt hér á síðunni 20.apríl.

Þátttökugjald:

Barnaflokkar: Einliðaleikur 1.800 kr. (Míni Tennis); 2.400 kr. aðra; Tvíliðaleikur 1.000 kr./mann

Aðrir flokkar: Einliðaleikur 3.400 kr.; Tvíliða/Tvenndarleikur 2.200 kr./mann

Mótstjóri er Raj Bonifacius s. 820-0825 tennis@tennis.is

Skráningu í mótið er lokið.

Listi yfir skráða keppendur.