Anna Soffia og Rafn Kumar bikarmeistarar

20151230_162728_resized_1

Sigurvegarar í meistaraflokki

Jóla- og Bikarmót TSÍ lauk á gamlársdag í meistaraflokki karla og kvenna.

Anna Soffía Grönholm úr Tennisfélag Kópavogs sigraði Heru Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis í úrslitaleik í meistaraflokki kvenna í spennandi og jöfnum leik. Hera Björk vann fyrsta settið 6-3 en þá kom Anna Soffía sterk tilbaka og vann næsta sett 6-4 þannig að það þurfti oddasett til að knýja fram úrslit. Þriðja settið var mjög jafnt og Anna Soffía sigraði 10-5. Í þriðja sæti varð Selma Dagmar Óskarsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs.

20151230_161250_resized

Þátttakendur í mini tennis

Rafn Kumar Bonifacius úr Mjúk- og Hafnarboltafélagi Reykjavíkur lék til úrslita í meistaraflokki karla og hafði þar betur gegn Raj K. Bonifacius úr Víkingí 6-1, 6-2. Í þriðja sæti varð Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs með því að sigra Teit Marshall úr Tennisdeild Fjölnis, 6-3,6-4.

Öll úrslit úr mótinu má sjá hér fyrir neðan:

Bikar – Jólamót TSÍ – ITN einliða
Bikar – Jólamót TSÍ – ITN tvíliða
Bikar – Jólamót TSÍ – Forgjafarflokk einliða
Bikar – Jólamót TSÍ – Byrjendaflokk einliða
Bikar – Jólamót TSÍ – ITN Tvenndarleik
Bikar – Jólamót TSÍ – 30 ára einliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 40 ára einliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 50 ára einliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 60 ára einliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 30 ára tvíliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 40 ára tvíliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 50 ára tvíliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 60 ára tvíliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 10 ára einliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 12 ára einliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 14 ára einliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 18 ára einliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 16 ára strákar einliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 16 ára stelpur einliða
Bikar – Jólamót TSÍ – 14 ára tvíliða
Bikar – Jólamót TSÍ – Mini Tennis einliða