Anna Soffia og Rafn Kumar Íslandsmeistarar utanhúss 2015

Nýkrýndir Íslandsmeistarar utanhúss 2015 - Rafn Kumar og Anna Soffia

Nýkrýndir Íslandsmeistarar utanhúss 2015 – Rafn Kumar og Anna Soffia

Íslandsmóti utanhúss lauk í dag með úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Anna Soffia Grön­hölm og Rafn Kumar Bonifacius urðu í dag Íslands­meist­ar­ar ut­an­húss en þau voru bæði að hampa þeim titli í fyrsta skipti.

Hjördís Rósa og Anna Soffia urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna

Hjördís Rósa og Anna Soffia urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna

Anna Soffia Grönholm úr Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs sigraði Hjördísi Rósu Guðmunds­dótt­ur sem leik­ur fyr­ir Badm­int­on­fé­lag Hafna­fjarðar í úr­slita­leik kvenna. Anna Soffia sigraði örugglega í tveim­ur sett­um, 6-1 og 6-0 og náði þar með í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil utanhúss í meistaraflokki kvenna en Hjördís Rósa hefur sigrað síðastliðin tvö ár. Anna Soffia varð tvöfaldur Íslandsmeistari í meistaraflokki þar sem hún sigraði einnig í tvíliðaleik kvenna ásamt Hjördísi Rósu. Þær sigruðu Sofiu Sóley Jónasdóttir og Söru Lind Þorkelsdóttir 6-2 og 6-1. Auk þess var hún þrefaldur Íslandsmeistari í barna- og unglingaflokkum þar sem hún sigraði í einliðaleik 16 ára og yngri og 18 ára og yngri og í tvíliðaleik í 18 ára og yngri. Frábær árangur hjá þessari ungu og efnilegu tenniskonu.

Birkir og Rafn Kumar ásamt Steinunni Garðarsdóttir dómara

Birkir og Rafn Kumar ásamt Steinunni Garðarsdóttir dómara

Í úrslitaleik karla spilaði Rafn Kumar Bonifacius sem leik­ur  fyr­ir Hafna- og Mjúk­bolta­fé­lag Reykja­vík­ur á móti, Íslandsmeistara síðastliðna þriggja ára, Birki Gunn­ars­son sem leik­ur fyr­ir Tenn­is­fé­lag Kópa­vogs. Rafn Kumar sigraði í tveim­ur sett­um, 6-2 og 6-2 og landaði þar með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli utanhúss í meistaraflokki karla. Rafn Kumar var tvöfaldur Íslandsmeistari þar sem hann sigraði einnig í tvíliðaleik karla ásamt föður sínum Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings. Þeir sigruðu Egil Sigurðsson og Samuel F. Úlfsson, sem spila báðir fyrir Tennisdeild Víkings, 6-2 og 6-1.

Í tvenndarleik urðu Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis Íslandsmeistarar. Þau sigruðu Önnu Soffiu Grönholm og Jón Axel Jónsson, bæði úr Tennisfélagi Kópavogs, í úrslitaleiknum 6-3 og 6-4.

Íslandsmeistarar allra flokka má sjá hér.

Öll nánari úrslit má sjá hér fyrir neðan.

Íslandsmót Utanhúss 2015, Meistaraflokk Karlar Ein
Íslandsmót Utanhúss 2015, Meistaraflokk Kvenna Ein
Íslandsmót Utanhúss 2015, Meistaraflokk Karlar Tví
Íslandsmót Utanhúss 2015, Meistaraflokk Kvenna Tví
Íslandsmót Utanhúss 2015, Meistaraflokk Tvenndar
Íslandsmót Utanhúss 2015, Karlar +30 Einliða
Íslandsmót Utanhúss 2015, Karlar +40 Einliða
Íslandsmót Utanhúss 2015, Karlar +50 Einliða
Íslandsmót Utanhúss 2015, Karlar +30 Tvíliða
Íslandsmót Utanhúss 2015, Strákar U18 Einliða
Íslandsmót Utanhúss 2015, Stelpur U18 Einliða
Íslandsmót Utanhúss 2015, Börn U18 Tvíliða
Íslandsmót Utanhúss 2015, Stelpur U16 Einliða
Íslandsmót Utanhúss 2015, Strákar U16 Einliða
Íslandsmót Utanhúss 2015, Stelpur U14 Einliða
Íslandsmót Utanhúss 2015, Strákar U14 Einliða
Íslandsmót Utanhúss 2015, Börn U12 Einliða
Íslandsmót Utanhúss 2015, Mini Tennis Einliða