Capital Inn Reykjavik Open U16 hófst í gær

TSI_LOGOCapital Inn Reykjavik Open U16 tennismótið hófst í gær.  Keppnin átti að fara fram á tennisvöllum Víkings en vegna veðurs hafa leikirnir verið fluttir inn í Tennishöllina í Kópavogi.

Samtals eru 31 keppendur í mótinu frá tólf mismunandi löndum. Keppt er bæði í einliða- og tvíliðaleik.  Níu íslendingar eru skráðir til leiks þar sem Anton Jihao Magnússon er talinn sigurstranglegastur af þeim.  Anton er nr. 362 í Evrópu í 16 ára og yngri og raðað sem öðrum sterkasta keppanda í karlaflokki. Anna Soffia Grönholm er nr. 897 á evrópska stigalistanum og efst af íslensku stelpunum á þeim lista. Hún er röðuð sem þriðji sterkasti keppandi í kvennaflokki.

Mótið heldur áfram fram á  föstudaginn og er spilað í Tennishöllinni í Kópavogi frá kl. 9-15 alla daga.

Úrslit frá íslensku keppendunum í gær:

Anton Jihao Magnússon (nr. 362) vann Florian Kiss (AUT) 7-6, 6-4.
Mike Loccisano (GER, nr.1.438) vann Brynjar S. Engilbertsson 6-0, 6-0
Andre Meinertz (DEN, nr. 1.009) vann Sigurjón Ágústsson 6-0, 6-1
Sofia Sóley Jónasdóttir (nr. 1.492) vann Milena Kalyuzhnaya (RUS) 4-6, 6-2, 7-6
Anna Soffia Grönholm (nr. 897) vann Megan Chambers (IRL) 6-3, 6-0
Viola Cioffi (ITA, nr. 920) vann Rán Christer 6-0, 6-1
Jessica Leeman (IRL) vann Sara Lind Þórkelsdóttir (nr. 1.330)  6-2, 6-1
Chiara Waigand (GER) vann Selma Óskarsdóttir 6-0, 6-0
Antonia Balzert (GER) vann Hekla Maria Jamila Oliver 6-0, 6-1

Öll úrslit frá því í gær er hægt að finna hér.