Tap gegn Namibíu í síðasta leik

Hera Björk og Anna Soffia stappa stálinu í hvor aðra í leiknum gegn Namibíu

Hera Björk og Anna Soffia stappa stálinu í hvor aðra í leiknum gegn Namibíu

Ísland spilaði sinn síðasta leik á Fed Cup á móti Namibíu í dag og tapaði 3-0.

Anna Soffia Grönholm spilaði fyrri einliðaleikinn fyrir Ísland gegn leikmanni númer 2 hjá Namibíu, Liniques Theron. Anna Soffia tapaði fyrra settinu 6-1 en byrjaði seinna settið af miklum krafti og var komin í 4-1 en missti það svo niður og tapaði seinna settinu 6-4.

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir spilaði seinni einliðaleikinn fyrir Ísland gegn leikmanni númer 1 hjá Namibíu, Lesedi Sheya Jacobs. Namibíu stelpan var of sterk fyrir Hjördísi Rósu sem tapaði 6-1 og 6-1.

Íslenska liðið ásamt Caroline Wozniacki sem er númer 5 í heiminum

Íslenska liðið ásamt Caroline Wozniacki sem er númer 5 í heiminum

Í tvíliðaleiknum spiluðu Hera Björk Brynjarsdóttir og Anna Soffia á móti leikmönnum númer 2 og 3 hjá Namibíu, þeim Liniques Theron og Kerstin Gressman. Íslensku stelpurnar töpuðu 6-1 og 6-0.

Ísland endaði þar með í 11.-12.sæti á mótinu. Á morgun keppir Litháen við Moldavíu og Danmörk við Grikkland um það hvaða tvö lið fara upp um deild. Dönsku stelpurnar þykja mjög sigurstranglegar þar sem þær eru með Caroline Wozniacki sem er númer 5 í heiminum.