Anna Soffia og Rafn Kumar Íslandsmeistarar innanhúss 2015

Hjördís Rósa og Anna Soffia kepptu í úrslitaleik kvenna

Hjördís Rósa og Anna Soffia kepptu í úrslitaleik kvenna

Íslandsmóti innanhúss lauk í gær í meistaraflokki karla og kvenna. Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur urðu Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki í meistaraflokki. Þetta er annað árið í röð sem þau eru Íslandsmeistarar innanhúss

Í úrslitaleik karla mættust Rafn Kumar og Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs. Rafn Kumar hafði betur og sigraði 6-1 og 6-3. Rafn Kumar varð einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla ásamt föður sínum Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings.

F.v. Vladimir Ristic, Steinunn Garðarsdóttir dómari og Rafn Kumar Bonifacius

F.v. Vladimir Ristic, Steinunn Garðarsdóttir dómari og Rafn Kumar Bonifacius

Í úrslitaleik kvenna mættust Anna Soffia og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar. Anna Soffia sigraði Hjördísi Rósu í hörkuleik sem fór í þrjú sett 6-2, 3-6 og 6-3.

Hvorki var keppt í tvíliðaleik kvenna né tvenndarleik í meistaraflokki.

Íslandsmótinu lýkur í dag með nokkrum leikjum og keppni í mini tennis. Verðlaunaafhending verður á morgun, þriðjudaginn 28.apríl kl 18:30 í Tennishöllinni í Kópavogi.

Öll úrslit í mótinu má sjá með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.

Íslandsmót Innanhúss 2015, Karlar einliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Kvenna einliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Karlar tvíliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Karlar 40 ára einliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Karlar 30 ára einliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Karlar 30 ára tvíliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Kvenna 30 ára tvíliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Stelpur 18 ára einliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Börn 18 ára tvíliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Strákar 18 ára einliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Strákar 16 ára einliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Stelpur 16 ára einliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Stelpur 14 ára einliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, 14 ára börn tvíliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Strákar 14 ára einliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Stelpur 12 ára einliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Strákar 12 ára einliða
Íslandsmót Innanhúss 2015, Börn 10 ára einliða – Riðill A
Íslandsmót Innanhúss 2015, Börn 10 ára einliða – Riðill B
Íslandsmót Innanhúss 2015, Börn 10 ára einliða