Enginn sigur á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna

Íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum 2013

Keppni í tennis hófst á 15. Smáþjóðaleikum Evópu í Lúxemborg í dag en leikarnir voru settir í gær. Íslenska landsliðið skipa: Birkir Gunnarsson, Hjördís Rósa Guðmundsdóttir, Iris Staub og Rafn Kumar Bonifacius. Iris er jafnframt liðstjóri liðsins.

Birkir, Iris og Rafn Kumar féllu öll úr leik í einliðaleik í dag. Jafnframt féllu Birkir og Iris úr leik í tvenndarleik.

Rafn Kumar spilaði á móti Thomas Oger frá Mónakó. Thomas er fyrrverandi atvinnumaður og náði hæst 249.sæti á heimslistanum. Rafn Kumar spilaði vel en laut í lægra haldi fyrir Thomas, 6-1 og 6-2.

Birkir keppti á móti Matthew Asciak frá Möltu og tapaði 6-1 og 6-2.

Iris spilaði á móti Tiffany Cornelius frá Lúxemborg en tapaði 6-1 og 6-2.

Birkir og Iris kepptu jafnframt í tvenndarleik á móti Elaine Genovese og Matthew Asciak frá Möltu og töpuðu 6-1 og 6-1 í erfiðum leik.

Á morgun keppir Hjördís Rósa í fyrstu umferð í einliðaleik á móti öðrum sterkasta keppanda mótsins, Kathinka Von Deichmann frá Liechtenstein.