Íslenska landsliðið komið til Liechtenstein á Smáþjóðaleikana

14. Smáþjóðaleikar Evrópu hefjast í dag í Liechtenstein og stendur keppnin fram á laugardag. Keppt er í 10 íþróttagreinum að þessu sinni og þar á meðal tennis. Keppt er í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik en þetta er í fyrsta sinn í sögu Smáþjóðaleikanna sem keppt er í tvenndarleik í tennis. Íslenska landsliðið skipa: Arnar Sigurðsson, Birkir Gunnarsson, Iris Staub og Sandra Dís Kristjánsdóttir.

Íslenska landsliðið kom til Liechtenstein kl 22 í gærkveldi að staðartíma.Keppni í tennis hefst á morgun og mun landsliðið nýta daginn í dag til æfinga. Í kvöld kl 20 að staðartíma fer fram setningarhátíð leikanna á Rheinparkstadion í Vaduz í Liechtenstein.

Heimasíða leikanna má sjá hér.