Iris og Birkir féllu úr leik í einliðaleik

Iris féll úr leik í dag

Fyrsti keppnisdagur í tennis á Smáþjóðaleikunum fór fram í dag. Iris Staub og Birkir Gunnarsson féllu bæði úr leik í einiliðaleik í dag.

Iris tapaði 6-1 6-1 á móti Elenu Jetcheva frá Möltu. Iris átti góðan leik gegn Elenu og náði upp ágætis spili en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur fyrir hana.

Birkir spilaði á móti Nick Camelliri frá Möltu og tapaði í tveimur settum 6-2 og 6-2.

Arnar Sigurðsson og Sandra Dís Kristjánsdóttir keppa í fyrstu umferð í einliðaleik á morgun. Arnar mætir Matthew Asciak frá Möltu. Asciak sem er númer 1789 í heiminum og sigraði Andra Jónsson 6-2 6-1 á Davis Cup í síðasta mánuði þegar Ísland mætti Möltu. Sandra Dís mætir Louise-Alice Gambarini frá Mónakó.